
Hallur Hallsson útskrifaðist með MS gráðu í íþróttasálfræði frá Miami University, OH, undir handleiðslu Dr. Robert S. Weinberg (annar höfunda Foundations of Sport and Exercise Psychology). Meistararitgerð Halls var verðlaunuð af bandarísku íþróttasálfræðisamtökunum (Association for Applied Sport Psychology) sem besta MS-verkefnið í íþróttasálfræði árið 2013 á ráðstefnu félagsins í Las Vegas. Árið 2017 fékk hann Travel Award frá sömu samtökum til að koma og kynna rannsóknarniðurstöður sínar á ráðstefnu félagsins. Hallur stundar nú doktorsnám í íþróttasálfræði við Háskólann í Reykjavík með áherslu á sálfræðilega þætti afreksíþróttafólks.
Hallur hefur kennt íþróttasálfræði við Háskóla Íslands frá árinu 2008 og við Háskólann í Reykjavík síðan 2016. Einnig hefur hann unnið með fjölda íþróttafólks og liða á öllum aldri og getustigum, allt frá börnum til landsliðs- og atvinnufólks.
Hallur er meðlimur í bandarísku íþróttasálfræðisamtökunum (AASP).
Meðal rannsóknarefna Halls eru:
-
Áhrif hugarþjálfunar á frammistöðu
-
Áhrif skynmyndanotkunar á aukaspyrnufærni
-
Fæðingardagsáhrif (Relative Age Effect) í knattspyrnu á Íslandi
-
Sálfræðileg einkenni afreksíþróttafólks
-
Augnhreyfingar og athygli afreksmarkmanna í vítaspyrnum
-
Áhrif athyglisþjálfunar á frammistöðu
-
Kvíða- og þunglyndiseinkenni meðal íþróttafólks á Íslandi
-
Áhugahvöt í íþróttum