- Fyrir einstaklinga, m.a.:
Hægt er að fá einstaklingstíma þar sem hægt er að sérsníða kennsluna
algjörlega eftir þörfum hvers og eins. Tímar geta einnig farið fram á Skype.
Nokkrar ástæður fyrir að fá einkatíma:
-
Bæta frammistöðu á æfingum og í keppni
-
Auka ánægju af íþróttaiðkun
-
Endurtekin slök frammistaða sem farin er að hafa neikvæð áhrif á andlega líðan
-
Lítið sjálfstraust sem hefur áhrif á frammistöðu og ánægju af íþróttinni
-
Kvíði fyrir keppni er að hafa neikvæð áhrif á frammistöðu
-
Minnkandi áhugi fyrir ástundun íþróttar
-
Ef frammistaða á æfingum er almennt betri en í keppni
-
Vandræði með að setja reglulega markmið eða settum markmiðum ekki náð
-
Erfitt að hemja skap í keppni
-
Endurtekinn einbeitingarskortur á æfingum eða í keppni
-
Taka mikilvægar ákvarðanir sem varða íþróttaferil (t.d. val milli íþróttagreina eða félagsskipti)
