Hvað er íþróttasálfræði?
Íþróttasálfræði er vísindagrein sem rannsakar og vinnur með hegðun fólks í íþróttaaðstæðum. Greinin skiptist í raun í tvenns konar megináherslur, annars vegar vísindalegar rannsóknir og hins vegar hagnýtingu á þeirri þekkingu sem rannsóknir hafa leitt í ljós, meðal annars í formi einkatíma með íþróttafólki og þjálfurum, kennslu fyrir þjálfara og lið. Dæmi um viðfangsefni íþróttasálfræði eru:
-
Áhrif íþrótta og hreyfingar á andlega líðan
-
Hvaða sálrænu þættir einkenna afreksíþróttafólk samanborið við áhugafólk
-
Hvernig bæta megi frammistöðu og andlega líðan með hugrænum aðferðum
-
Áhrif hugrænna þátta á frammistöðu og andlega líðan